Meiriháttar áfall fyrir Ísland

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Ernir

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir ógild­ingu Hæsta­rétt­ar á kosn­ing­um til stjórn­lagaþings ekk­ert minna en meiri­hátt­ar áfall fyr­ir lýðræðis­ríkið Ísland. Hann seg­ir jafn­framt að fólkið sem fékk af­hent kjör­bréf geti lagt þau til hliðar. Þau séu aðeins safn­grip­ur.

Í pistli á vefsvæði sínu seg­ir Ein­ar að gríðarlega mikið þurfi að koma til þannig að kosn­ing­ar séu ógilt­ar. „Hæstirétt­ur til­tek­ur amk. sjö atriði sem aflaga fóru. Meira að segja  það grund­vall­ar­atriði að kosn­ing­arn­ar voru ekki einu sinni leyni­leg­ar,„ seg­ir hann og tel­ur kjarna máls­ins þann að al­menn­ar kosn­ing­ar hafi verið dæmd­ar ógild­ar. „Hingað til höf­um við al­mennt treyst fram­kvæmd kosn­inga og lagaum­gjörð þeirra. Þetta maka­lausa klúður mun vekja upp rétt­mæta tor­tryggni. Það er skelfi­legt að svo sé komið mál­um.“

Vefsvæði Ein­ars K. Guðfinns­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert