Meirihluti þeirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, vill að nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni verði samþykkt.
Alls sögðust 56,4% þeirra sem tóku afstöðu vilja að samkomulagið yrði samþykkt en 43,6% vildu að því yrði hafnað. Könnunin var gerð miðvikudaginn 19. janúar og var hringt í 800 manns. Alls tóku 73,4% afstöðu til spurningarinnar.
Fram kemur í Fréttablaðinu að þegar afstaða fólks var skoðuð með hliðsjón af því
hvaða flokk það sagðist myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú sagðist meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar,
Vinstri grænna og Framsóknarflokks vilja
staðfesta samkomulagið. 53% þeirra, sem sögðust styðha Sjálfstæðisflokksins, sögðust hins vegar
vilja hafna samkomulaginu en 47% að það yrði staðfest.