N1 lækkar en aðrir hækka

N1 hef­ur lækkað eldsneytis­verð á ný en fyr­ir­tækið hækkaði í gær verð á bens­íni um 5 krón­ur lítr­ann og dísi­lol­íu um 4,50 krón­ur. Nú hef­ur fyr­ir­tækið lækkað verðið um 2 krón­ur en önn­ur fé­lög hafa hækkað verð hjá sér.

Ork­an hækkaði í bens­ín um 3,30 krón­ur lítr­ann og er verðið 215,80 krón­ur. Þá hækkaði dísi­lol­ía um 2,80 krón­ur og kost­ar 215,80 krón­ur.  Verðið hjá N1 er 0,10 krón­um hærra.

Atlantsol­ía hækkaði verðið um 4,50 krón­ur og kost­ar bens­ín­lítr­inn þar 217,10 krón­ur og dísi­lolí­an  217,50 krón­ur. Hjá ÓB kost­ar bens­ín­lítr­inn 217,60 og dísi­lolí­an 217,90 krón­ur. Hjá Olís og Shell kost­ar bens­ín og olía 217,90 krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert