Óhjákvæmilegt að segja starfsmönnunum upp

Eim­skipa­fé­lag Íslands seg­ir að vegna breyt­inga á sigl­inga­leið Herjólfs hafi verið nauðsyn­legt að end­ur­skoða störf um borð. Í fram­hald­inu hafi verið óhjá­kvæmi­legt að segja upp nokkr­um starfs­mönn­um sem  sættu sig ekki við starfs­lýs­ing­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Mbl.is greindi frá því í gær að þrem­ur þern­um, sem störfuðu um borð í Vest­manna­eyja­ferj­unni Herjólfi, hafi fengið af­hent upp­sagn­ar­bréf á sunnu­dags­kvöld eft­ir að þær óskuðu eft­ir því að fá stétt­ar­fé­lög sín til að fara yfir starfs­lýs­ing­ar­samn­ing áður en hann yrði und­ir­ritaður.

„Við vild­um láta stétt­ar­fé­lagið okk­ar skoða hann, og lét­um skip­stjór­ann vita af því í gær [í fyrra­dag]. En þá kom hann bara með upp­sagn­ar­bréfið og það gild­ir frá og með 23. [janú­ar],“ sagði Íris Val­geirs­dótt­ir, ein þern­anna,  í sam­tali við mbl.is.

Til­kynn­ing fé­lags­ins er svohljóðandi:

„Vegna frétta af upp­sögn­um þriggja starfs­manna um borð í Herjólfi vill Eim­skipa­fé­lag Íslands koma eft­ir­far­andi fram­færi.

Vegna breyt­inga á sigl­inga­leið Herjólfs var nauðsyn­legt að end­ur­skoða störf um borð. Komið var til móts við starfs­menn með gerð starfs­lýs­inga sem end­ur­skoða átti að nokkr­um mánuðum liðnum. Nokkr­ir starfs­menn gátu ekki sætt sig við þær starfs­lýs­ing­ar. Því var óhjá­kvæmi­legt að segja þeim upp störf­um með kjara­samn­ings­bundn­um fyr­ir­vara.

Eim­skip hef­ur ávallt lagt sig fram við að virða ákvæði kjara­samn­inga starfs­manna sinna eins og gert var í þessu til­viki.  

Eim­skip mun ekki ræða frek­ar um störf ein­staka starfs­manna sinna og ósk­ar um­rædd­um fyrr­um starfs­mönn­um velfarnaðar í framtíðinni.“



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert