Olís hefur hækkað verð á eldsneyti, bensínlítrann um 5 krónur og dísilolíulítrann um 4,50 krónur. Kostar lítrinn að hvoru tveggju 217,90 krónur í sjálfsafgreiðslu. N1 reið á vaðið í gær og hækkaði eldsneytisverð. Sagði fyrirtækið að ástæðan væri hækkun á eldsneytisgjaldi og gengislækkun krónu gagnvart dal.
Önnur félög hafa ekki hækkað verðið. Ódýrasta eldsneytið er hjá Orkunni þar sem bensínlítri kostar 212,50 krónur og dísilolían 213 krónur. Hjá Atlantsolíu og ÓB er eldsneytið 0,10 krónum dýrara.
Verð á bensíni komst í 217,90 krónur 6. apríl í fyrra en lækkaði aftur daginn eftir.