Réttar ákvarðanir í hruninu

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason. mbl.is/Golli

Banda­ríska frétta­stof­an PBS ræddi við Þor­vald Gylfa­son hag­fræðipró­fess­or í út­tekt sinni á fjár­mál­um Evr­ópu­ríkja, sem sýnd var á sjón­varps­stöðinni í gær­kvöldi. Þar er Þor­vald­ur spurður hvers vegna Ísland sé nú að rísa úr öskustónni fyrr en önn­ur Evr­ópu­lönd, á meðan skuldakrepp­an geys­ar sem aldrei fyrr á Írlandi.

Þor­vald­ur seg­ir að það megi þakka því að ís­lensk stjórn­völd hafi tekið nokkr­ar rétt­ar ákv­arðanir um það leyti sem banka­hrunið varð og nefn­ir sér­stak­lega að miklu hafi skipt að fá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn til að lána ís­lenska rík­inu.

Í út­tekt­inni er einnig rætt við fleiri hag­fræðinga og viðrar írsk­ur hag­fræðing­ur þá skoðun sína að greiðslu­fall ferði á skuld­um Írlands. Það versta við stöðuna í fjár­mála­kerfi Evr­ópu sé að eng­inn viti ná­kvæm­lega hversu illa farið það sé.

Í út­tekt­inni er áhersla lögð á það að Ísland skeri sig úr, fyrst það ákvað að ábyrgj­ast ekki all­ar skuld­bind­ing­ar gamla banka­kerf­is­ins, held­ur að láta gömlu bank­ana falla.

Horfa má á út­tekt­ina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert