Segir samtalið eiga erindi við almenning

Höskuldur Þórhallsson á Alþingi.
Höskuldur Þórhallsson á Alþingi. mbl.is/Heiddi

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vill að hluti af sam­tali Davíðs Odds­son­ar, þáver­andi seðlabanka­stjóra og Mervyns Kings, banka­stjóra Eng­lands­banka, um Ices­a­ve verði birt­ur op­in­ber­lega. Hösk­uld­ur gagn­rýn­ir jafn­framt formann fjár­laga­nefnd­ar, sem kveðst ekki vilja leggja áherslu á að sam­talið verði birt.

Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður Fjár­laga­nefnd­ar, seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að inni­hald sam­tals­ins hefði ekki komið á óvart og hún seg­ist ekki leggja áherslu á að sam­talið yrði birt op­in­ber­lega. Í Frétta­blaðinu í dag seg­ir hún, að sam­skipti Davíðs og Kings breyti engu um stöðu Ices­a­ve-máls­ins.

„Ég er að mót­mæla þeim orðum Odd­nýj­ar Harðardótt­ur í fjöl­miðlum að sam­talið skipti engu máli um stöðu Ices­a­ve-máls­ins. Ég er því ósam­mála,“ seg­ir Hösk­uld­ur í sam­tali við mbl.is.

„Ég tel að það sé mjög mik­il­vægt að fá trúnaði aflétt af hluta sam­tals­ins,“ seg­ir hann. Sam­talið eigi er­indi við al­menn­ing, sem verði að fá tæki­færi til að meta sjálf­ur hvað hafi farið á milli Davíðs og Kings.  „Ég tel að þær upp­lýs­ing­ar sem koma fram í sam­tal­inu geti gjör­breytt viðhorfi fólks um það hvort við eig­um að borga Ices­a­ve eða ekki,“ seg­ir Hösk­uld­ur.

Hösk­uld­ur hyggst senda for­manni og vara­for­manni fjár­laga­nefnd­ar bréf vegna máls­ins til að koma gagn­rýni og at­huga­semd­um á fram­færi.

Þing­menn í fjár­laga­nefnd fengu á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær­kvöldi að sjá end­ur­rit af sam­tali Davíðs og Kings frá aðdrag­anda banka­hruns­ins. Nýj­asta Ices­a­ve-sam­komu­lagið er þessa dag­ana til umræðu í fjár­laga­nefnd og var sam­talið birt í tengsl­um við það. Davíð lét þau um­mæli falla ný­verið að í sam­tal­inu hefði King sagt að Eng­lands­banki myndi ekki gera þá kröfu að Íslend­ing­ar end­ur­greiddu inni­stæður á Ices­a­ve-reikn­ing­um. 

„Ég gekk út frá því í lok fund­ar­ins að það yrði reynt að fá trúnaði aflétt af hluta sam­tals­ins. Það var niðurstaða fund­ar­ins,“ seg­ir Hösk­uld­ur sem furðar sig á orðum Odd­nýj­ar. Hann undr­ast einnig á að hún hafi ákveðið að tjá sig um inni­hald sam­tals­ins við fjöl­miðla með of­an­greind­um hætti. Um­mæl­in hafi verið mjög gild­is­hlaðin.

Í lok fund­ar­ins hafi verið aug­ljóst að skoðanir nefnd­ar­manna hafi verið skipt­ar. Hluti fjár­laga­nefnd­ar hafi óskað eft­ir því að trúnaði yrði aflétt. „Ég gekk út frá því að það yrði reynt.“

Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður VG og vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, seg­ir á vef sín­um í dag, að miðað við þau gögn sem fyr­ir liggi og miðað við sögu og stöðu þeirra tveggja sem þarna töluðu sam­an í síma, til viðbót­ar skiln­ingi annarra á um­ræddu sím­tali, myndi hann fara var­lega í að túlka sam­talið með þeim hætti Davíð hafi gert. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert