Kosning til stjórnlagaþings ógild

Kosið var til stjórnlagaþings í haust.
Kosið var til stjórnlagaþings í haust. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að kosning til stjórnlagaþings, sem fór fram í nóvember, sé ógild.  Segir dómurinn að ekki verði komist hjá því að ógilda framkvæmd kosningarinnar vegna annmarka.

Þrjár kærur bárust til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþingskosninganna og snéru þær að því að fá úrskurð um það hvort kosningaleynd hafi verið tryggð við atkvæðagreiðsluna og hvort rétt hafi verið staðið að úthlutun sæta á þingið.

Sex dómarar Hæstaréttar fjölluðu um málið og stóðu þeir allir að ákvörðuninni um að ógilda kosninguna. 

Skafti Harðarson, einn þeirra sem kærði kosningarnar, sagðist í samtali við mbl.is vera afar ánægður með að Hæstiréttur hefði komist að þessari niðurstöðu, sem væri hin eina rétta.

Skafti sagðist einkum hafa gert athugasemdir við að umboðsmenn frambjóðenda hefðu ekki fengið að vera viðstaddir talninguna en hann hefði tekið undir aðrar athugsemdir, sem komu fram í málflutningi. Sagðist hann vonast til þesss, að nú yrði þetta mál blásið af.

Ákvörðun Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka