Trúnaði verði aflétt

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Ómar

Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, fór fram á það í upp­hafi þing­fund­ar í dag að að aflétt verði trúnaði af sam­tali seðlabanka­stjóra Íslands og Eng­lands frá ár­inu 2008, sem fjár­laga­nefnd Alþing­is var sýnt á fundi í gær­kvöldi.

Sagðist Kristján Þór fara fram á þetta vegna þess hvernig nokkr­ir þing­menn, sem sitja í fjár­laga­nefnd, hefðu fjallað um sam­talið í fjöl­miðlum og túlkað það. Fleiri þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins tóku í sama streng og vísuðu einkum til um­fjöll­un­ar Björns Vals Gísla­son­ar, vara­for­manns fjár­laga­nefnd­ar á vef sín­um í morg­un. Það sama gerðu nokkr­ir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks. Björn Val­ur sagði á vefn­um, að miðað við þau gögn sem fyr­ir liggi og miðað við sögu og stöðu þeirra tveggja sem þarna töluðu sam­an í síma, til viðbót­ar skiln­ingi annarra á um­ræddu sím­tali, myndi hann fara var­lega í að túlka sam­talið með þeim hætti Davíð Odd­son, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, hafi gert.

Odd­ný Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður fjár­laga­nefnd­ar, sagðist full­yrða að hún hefði haldið trúnað og ekki tjáð sig um inni­hald trúnaðarskjal­anna. Hins veg­ar verði málið á ný til um­fjöll­un­ar á fundi í fjár­laga­nefnd í fyrra­málið. En meðan að aðilar máls­ins hafi ekki samþykkt að aflétta trúnaði af sam­tal­inu verði þeim trúnaði haldið.

Kristján Þór sagði að þetta mál veki menn til um­hugs­un­ar um hvernig farið sé með trúnaðar­upp­lýs­ing­ar inni í þing­inu og spurði hann Ástu Ragn­heiði Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta þings­ins, hvaða regl­ur giltu um slík­ar upp­lýs­ing­ar.

Ásta Ragn­heiður sagði, að ýms­ar regl­ur giltu á Alþingi um trúnaðar­upp­lýs­ing­ar en þær byggðu ekki all­ar á lög­um. Gert væri ráð fyr­ir því, að í nýju frum­varpi um þingsköp verði tekið á því. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert