Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, segir tvo kosti í stöðunni eftir ógildinu Hæstaréttar á kosningu til stjórnlagaþings. Hann sagði að annað hvort verði kosningin endurtekin eða Alþingi kjósi kjörna einstaklinga í sérstaka stjórnlaganefnd, þ.e. að Alþingi staðfesti kjörið á einn eða annan hátt.
„Að hætta við kemur ekki til greina. Það kemur ekki til greina að taka stjórnlagaþingið frá þjóðinni. Það verður ekki frá þjóðinni tekið,“ sagði Róbert og einnig að alltaf hafi legið fyrir að um langhlaup væri að ræða. Og í reglum um langhlaup sé sú, að gefast aldrei upp.