Tveir kostir í stöðunni

Róbert Marshall
Róbert Marshall

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður alls­herj­ar­nefnd­ar, seg­ir tvo kosti í stöðunni eft­ir ógild­inu Hæsta­rétt­ar á kosn­ingu til stjórn­lagaþings. Hann sagði að annað hvort verði kosn­ing­in end­ur­tek­in eða Alþingi kjósi kjörna ein­stak­linga í sér­staka stjórn­laga­nefnd, þ.e. að Alþingi staðfesti kjörið á einn eða ann­an hátt.

„Að hætta við kem­ur ekki til greina. Það kem­ur ekki til greina að taka stjórn­lagaþingið frá þjóðinni. Það verður ekki frá þjóðinni tekið,“ sagði Ró­bert og einnig að alltaf hafi legið fyr­ir að um lang­hlaup væri að ræða. Og í regl­um um lang­hlaup sé sú, að gef­ast aldrei upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert