Framkvæmdir í Ofanleiti í biðstöðu

Aðstaða fyrir stjórnlagaþing var útbúin í Ofanleiti 2.
Aðstaða fyrir stjórnlagaþing var útbúin í Ofanleiti 2. mbl.is/Árni Sæberg

Til stóð að stjórn­lagaþingið kæmi sam­an í Of­an­leiti 2 þar sem Há­skól­inn í Reykja­vík var áður til húsa. Fjöldi fólks hef­ur unnið að því að laga hús­næðið að þörf­um þings­ins.

Þor­steinn Fr. Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri und­ir­bún­ings­nefnd­ar stjórn­lagaþings, seg­ir und­ir­bún­ings­vinnu við stjórn­lagaþingið í ákveðinni biðstöðu eft­ir ákvörðun Hæsta­rétt­ar.

„Við bíðum bara eft­ir því hvað tek­ur við. Það mun að lík­ind­um hægja á und­ir­bún­ingi við stjórn­lagaþingið og þær fram­kvæmd­ir sem hægt er að stöðva verða stöðvaðar. Við bíðum bara eft­ir að niðurstaða kom­ist í málið, lítið annað að gera.“

Þor­steinn seg­ir að starfs­menn und­ir­bún­ings­nefnd­ar­inn­ar muni mæta til starfa í dag en ekki hafi verið tek­in ákvörðun um fram­haldið. „Þetta er bara enn eitt verk­efnið sem tek­ur við og maður bara bregst við og vinn­ur það af heiðarleika og kost­gæfni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert