Forsætisnefnd Alþingis mun að öllum líkindum funda með landskjörstjórn um þá ákvörðun Hæstaréttar að kosningar til stjórnlagaþings hafi verið ógildar.
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem situr í forsætisnefnd, segir að enn hafi ekki verið boðað til fundarins en hann geri ráð fyrir því að svo verði gert innan skamms tíma. Hann segir mikilvægt að nefndarmenn fái tíma til að kynna sér málið til hlítar.