Kostnaður um hálfur milljarður

Kjördeild vegna stjórnlagaþingskosninga í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kjördeild vegna stjórnlagaþingskosninga í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ernir

Áætla má að samanlagður kostnaður vegna stjórnlagaþings og undirbúnings þess nálgist nú um hálfan milljarð króna. Stjórnlagaþinginu, sem hefjast átti eftir þrjár vikur, eru samkvæmt fjárlögum markaðar 248 milljónir króna.

Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, framkvæmdastjóra þingsins, hefur nokkrum fjármunum þegar verið varið til undirbúnings þinghaldinu sem að óbreyttu hefði farið fram í fyrrverandi húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að síðustu daga hafi verið unnið að því að koma upp starfsaðstöðu fyrir þingfulltrúa og starfsmenn í Ofanleiti – sem og ýmsum tæknibúnaði sem þinghaldi fylgir. Nokkur fjárútlát hafi fylgt þessu og fleiru en ekki liggi enn fyrir hver sá kostnaður sé þegar orðinn.

Lögfræðingar, sem Morgunblaðið talaði við í gær, segja að ríkið geti klárlega talist bótaskylt gagnvart þeim þingfulltrúum, sem lagt hafa út í kostnað vegna þeirrar réttmætu trúar að þeir væru réttkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþing, en meiri óvissa ríki varðandi rétt á greiðslu þingfararkaups.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert