Krefst þess að trúnaði verði aflétt

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

Á fundi fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is í morg­un var fjallað um hvort aflétta eigi trúnaði af  sam­tali seðlabank­stjóra Íslands og Eng­lands frá ár­inu 2008.  Ices­a­ve-frum­varpið var af­greitt úr nefnd­inni í morg­un.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sit­ur í fjár­laga­nefnd Alþing­is seg­ir enn vera ágrein­ing inn­an nefnd­ar­inn­ar um þetta.

„Á fund­in­um kom fram mik­il óánægja með að formaður og vara­formaður skyldu hafa tjáð sig um það sem áttu að vera trúnaðar­upp­lýs­ing­ar. Það var farið yfir það. En ég gat ekki merkt að meiri­hlut­inn vildi aflétta þess­um trúnaði og mér þykir það miður,“ sagði Hösk­uld­ur í sam­tali við mbl.is.

„Það á allt að vera uppi á borðum. Þarna eru upp­lýs­ing­ar sem geta skipt sköp­um um af­stöðu manna til Ices­a­ve máls­ins og þær eiga að liggja frammi. Ég held það sé best fyr­ir fram­gang máls­ins og hags­muni Íslands að þess­um trúnaði verði aflétt. Ég tel ekki að það brjóti í bága við nein lög. Og jafn­vel þó svo væri, þá eru hags­mun­irn­ir í þessu máli það mikl­ir, að nauðsyn gæti brotið lög ef ein­hver tel­ur svo vera.“

Ices­a­ve málið er nú farið út úr fjár­laga­nefnd Alþing­is. Að sögn Hösk­uld­ar var það gert í ósætti, sem hon­um þykir miður.

„Það ligg­ur fyr­ir að álit efna­hags -og skatta­nefnd­ar og viðskipta­nefnd­ar hafa ekki borist nefnd­inni. Mér finnst þetta vera van­v­irðing við þær nefnd­ir, að verið sé að gefa í skyn að álit úr þeirri átt­inni skipti ekki máli.“

En hvers vegna var ekki beðið eft­ir þessu áliti? „Það eru eng­in hald­bær rök fyr­ir því,“ seg­ir Hösk­uld­ur.

„Ég mun halda áfram að  krefjast þess að trúnaði verði aflétt og að Alþingi beiti sér fyr­ir því en meiri­hlut­inn hef­ur úr­slita­vald. Ef hann vill leyna þess­um upp­lýs­ing­um, þá er það hans mál.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert