Neysluviðmiða ríkisstjórnarinnar hefur verið beðið lengi og sagði forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum að þeirra væri að vænta í desember. ASÍ óskaði eftir tölunum áður en kjaraviðræður sambandsins og Samtaka Atvinnulífsins hófust, en varð ekki við ósk sinni. Viðræðunum hefur nú verið slitið.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var spurð út í neysluviðmiðin eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær.