Landskjörstjórn ræddi hugmyndir um afsögn

Landskjörstjórn á fundi.
Landskjörstjórn á fundi. Brynjar Gauti

Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, segir að hugmyndir um að fulltrúar landskjörstjórnar segðu af sér hafi verið ræddar á fundinum í kvöld. Hann segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar í því sambandi.

Fundi landskjörstjórnar, sem hófst klukkan fimm síðdegis, lauk um sjöleytið í kvöld. Tilefni fundarins var niðurstaða Hæstaréttar frá því í gær um að kosningar til stjórnlagaþings voru ógildar. Landskjörstjórn hafði umsjón með framkvæmd kosninganna.

Landskjörstjórn ræddi m.a. um niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings á fundinum.

Ástráður Haraldsson mætir til fundarins í kvöld.
Ástráður Haraldsson mætir til fundarins í kvöld. Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert