Landskjörstjórn ræddi hugmyndir um afsögn

Landskjörstjórn á fundi.
Landskjörstjórn á fundi. Brynjar Gauti

Ástráður Har­alds­son, formaður lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir að hug­mynd­ir um að full­trú­ar lands­kjör­stjórn­ar segðu af sér hafi verið rædd­ar á fund­in­um í kvöld. Hann seg­ir að eng­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar í því sam­bandi.

Fundi lands­kjör­stjórn­ar, sem hófst klukk­an fimm síðdeg­is, lauk um sjöleytið í kvöld. Til­efni fund­ar­ins var niðurstaða Hæsta­rétt­ar frá því í gær um að kosn­ing­ar til stjórn­lagaþings voru ógild­ar. Lands­kjör­stjórn hafði um­sjón með fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Lands­kjör­stjórn ræddi m.a. um niður­stöðu Hæsta­rétt­ar um ógild­ingu kosn­ing­anna til stjórn­lagaþings á fund­in­um.

Ástráður Haraldsson mætir til fundarins í kvöld.
Ástráður Har­alds­son mæt­ir til fund­ar­ins í kvöld. Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert