Sakaði tölvudeild þingsins um yfirhylmingar

Vígdís Hauksdóttir.
Vígdís Hauksdóttir.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði á Alþingi í dag að tölvu­deild Alþing­is hefði verið notuð til að hylma yfir það að óþekkt tölva fannst í skrif­stofu­bygg­ingu Alþing­is.  Vig­dís baðst síðar af­sök­un­ar á þess­um um­mæl­um.

Vig­dís gerði tölvufund­inn að um­tals­efni í umræðum um störf þings­ins og vísaði til ákvæða hegn­ing­ar­laga um landráð.  „Þetta er grafal­var­legt mál og mér þykir for­seti Alþing­is og rík­is­stjórn­in öll hafa tekið þess­ari upp­götv­un af mik­illi léttúð," sagði Vig­dís og gagn­rýndi að rík­is­lög­reglu­stjóri hefði ekki verið kallaður til strax og tölv­an fannst því þarna gætu verið um njósn­ir að ræða.

„Það var brugðið á það ráð að tölvu­deild Alþing­is var notuð til þess að hylma yfir málið og eft­ir því sem manni skilst af fjöl­miðlum voru tölvu­deild­in og lög­regl­an í Reykja­vík notuð til að þagga málið niður," sagði Vig­dís.

Atli Gísla­son, þingmaður VG, sagði það aðfinnslu­vert þegar þingmaður sakaði tölvu­deild Alþing­is að hylma yfir í ákveðnu máli. Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti þings­ins, sagðist taka und­ir þessa at­huga­semd og sagði það grafal­var­legt þegar þingmaður vændi starfs­fólk Alþing­is um svo al­var­lega hluti. Sagðist hún hafa ætlað að ræða þetta við þing­mann­inn.

Vig­dís baðst af­sök­un­ar á orðum sín­um. „Það sem ég átti við und­ir glymj­andi bjölluslætti for­seta var, að  tölvu­deild Alþing­is ráðlagði það, að málið færi ekki í há­mæli," sagði Vig­dís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert