Yfir 83% samþykktu verkfall 7. febrúar

mbl.is/Kristinn

Starfs­menn í fiski­mjöls­verk­smiðjum í starfs­greina­sam­bands­fé­lög­un­um Afli á Aust­ur­landi og Dríf­anda í Vest­manna­eyj­um samþykktu verk­falls­boðun í fiski­mjöls­verk­smiðjum í leyni­legri at­kvæðagreiðslu. Verk­fallið á að hefjast 7. fe­brú­ar. Já sögðu 61 eða 83,5%, 5 sögðu nei eða 6,8%. 7 seðlar voru auðir eða ógild­ir.

75 starfs­menn í loðnu­bræðsl­un­um voru á kjör­skrá en þær eru á Vopnafirði, Seyðis­firði, Norðfirði, Eskif­irði, Fá­skrúðsfirði, Hornafirði og tvær bræðslur í Vest­manna­eyj­um.

73 greiddu at­kvæði um verk­falls­boðun­ina. Taln­ing at­kvæðanna fór fram í höfuðstöðvum Starfs­greina­sam­bands­ins í morg­un.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Starfs­greina­sam­bands­ins hefst verk­fallið 7. fe­brú­ar og stend­ur í þrjá daga. Það verður end­ur­tekið 14. fe­brú­ar, einnig í þrjá daga og svo ótil­greint frá og með 21. fe­brú­ar hafi samn­ing­ar þá enn ekki tek­ist. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert