Skapa þarf vissu um framhaldið

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mun gefa þinginu skýrslu á morgun um …
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mun gefa þinginu skýrslu á morgun um stöðu stjórnlagaþings. mbl.is/Ernir

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, sagði í upp­hafi þing­fund­ar í dag að skapa yrði ein­hverja vissu um fram­haldið eft­ir að Hæstirétt­ur tók í gær ákvörðun um að ógilda kosn­ingu til stjórn­lagaþings.

Ásta Ragn­heiður sagðist hafa fylgst með umræðunni í þjóðfé­lag­inu um málið frá því Hæstirétt­ur tók ákvörðun sína í dag. Hún hefði velt því fyr­ir sér hvort finna megi að und­ir­bún­ingi Alþing­is fyr­ir stjórn­lagaþingið og þeim lag­aramma, sem sett­ur var. Sagði Ásta Ragn­heiður að fara yrði yfir það mál.

Fram kom að lands­kjör­stjórn mun halda fund síðdeg­is og sjálf sagðist Ásta Ragn­heiður ætla að eiga fund með for­mönn­um þing­flokka síðar í dag. Þá myndi Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, gefa þing­inu skýrslu um stöðu máls­ins á morg­un.

„Hér hafa mik­il tíðindi orðið og það er skylda okk­ar að nálg­ast málið af virðingu við kjós­end­ur, læra af því og bæta um bet­ur ef okk­ur hef­ur orðið á," sagði Ásta Ragn­heiður. Það biði síðan hinni póli­tísku for­ustu að leggja lín­ur um fram­haldið.

Þing­menn ræddu um málið í kjöl­farið. Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði Ró­bert Mars­hall, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formann alls­herj­ar­nefnd­ar Alþing­is, hvort fram­bjóðend­ur til stjórn­lagaþings ættu rétt á skaðabót­um. Ró­bert sagðist ekki hafa myndað sér skoðun á því. Fara yrði yfir það sem úr­skeiðis fór.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði reynt að gera málið tor­tryggi­legt og krefjast af­sagn­ar ráðherra og emb­ætt­is­manna en hið ein­falda svar væri að end­ur­taka kosn­ing­arn­ar.  En stjórn­mála­öfl­in þyrftu að svara því hvort þau vildu styðja hug­mynd­ina um stjórn­lagaþing og þá lýðræðisnýj­ung sem í því fæl­ist.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði áhyggju­efni hve inn­an­rík­is­ráðherra virt­ist nálg­ast málið af mik­illi léttúð og engu væri lík­ara en að hann væri að tala um kosn­ing­ar um hunda­hald. Málið væri hins veg­ar grafal­var­legt því þetta væri í fyrsta skipti sem kosn­ing­ar væru ógilt­ar í vest­rænu lýðræðis­ríki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert