Skar bekkjarbróður sinn á háls í frímínútum

Biðlistar eru á barna- og unglingageðdeild.
Biðlistar eru á barna- og unglingageðdeild.

Sjö ára drengur í Rimaskóla skar í gærmorgun bekkjarbróður sinn á háls með glerbroti sem hann fann á skólalóðinni.

Að sögn Helga Árnasonar skólastjóra var sárið grunnt en sauma þurfti þrjú spor. Hann segir foreldrum og starfsmönnum skólans brugðið en að fáir nemendur hafi orðið vitni að atburðinum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem drengurinn veitist að samnemendum sínum. Í síðustu viku beitti hann blýanti sem vopni. Hann á við geðræn vandamál að stríða en hefur ekki fengið greiningu þar sem langur biðlisti er á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Að sögn Helga hefur skólinn ákveðin úrræði fyrir börn sem eiga við hegðunarvandamál að stríða, m.a. er námsver í skólanum þar sem börnin fá sérhæfðan stuðning.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert