Gunnar Helgi Kristinsson, stjórmálafræðingur, lagði það til í fréttum Útvarpsins í kvöld, að þeir 25 einstaklingar, sem kjörnir voru á stjórnlagaþing, verði skipaðir með lögum í sérstaka stjórnarskrárnefnd sem geri tillögu að nýrri stjórnarskrá.
Gunnar Helgi sagði, að flókið sé að endurtaka kosningarnar og kjörsókn gæti orðið afar lítil.