Vill frekari refsiaðgerðir

Ian Gatt, fram­kvæmda­stjóri sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­fiski­manna krafðist þess í gær á fundi sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins, að Íslend­ing­ar verði beitt­ir frek­ari refsiaðgerðum fyr­ir að gefa ein­hliða út mak­ríl­veiðikvóta.

Fram kem­ur í skoska blaðinu Scotsm­an í dag, að Gatt hafi komið fyr­ir fisk­veiðinefnd­ina fyr­ir hönd Europeche, sam­taka evr­ópskra fiski­manna.

Sagði Gatt að ákvörðun Íslend­inga um mak­ríl­kvót­ann ógnaði mak­ríl­stofn­in­um og græfi und­an lífsviður­væri evr­ópskra fisk­veiðisam­fé­laga.

Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, lýsti því yfir á fundi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um miðjan janú­ar, að Evr­ópu­sam­bandið hefði ákveðið með form­leg­um hætti að leggja lönd­un­ar­bann á ís­lensk skip með mak­rílafla.

Blaðafull­trúi Dam­anaki sagði við Morg­un­blaðið í síðustu viku, að lög­fræðing­ar Evr­ópu­sam­bands­ins kanni nú svig­rúm sam­bands­ins til aðgerða gegn ís­lensk­um stjórn­völd­um í mak­ríl­deil­unni og sé niður­stöðu að vænta á næst­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert