Almennir launamenn í gíslingu

Félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins funduðu á Sauðárkróki í kvöld.
Félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins funduðu á Sauðárkróki í kvöld. mbl.is

Hótun Samtaka atvinnulífsins og Landsambands íslenskra útvegsmanna um að ekki verið rætt við einstök félög um kjarasamninga fyrr en samræmd heildarstefna liggi fyrir jafngildir því að samtökin hafi tekið alla launamenn í landinu „í gíslingu.“ Þetta kemur fram í pistli á vef Rafiðnaðarsambandsins.

Ætlun SA og LÍÚ sé að tryggja áframhaldandi eignarhald á kvótanum. 

Félagsmenn sambandsins funduðu á Sauðárkróki í kvöld og fóru yfir þróun viðræðna um nýja kjarasamninga.

Í pistlinum er vísað til þeirra orða Vilhjálms Egilssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, sem hefur sagt að „ef hver hópur færi fram og reyndi að ná til sín því sem frekast kostur væri, gæti slíkt ekki leitt til annars en að þeir sem minnst megi sín og búi við erfiðustu starfsskilyrðin muni sitja eftir.“ Kyrrstaðan í íslensku efnahagslífi sé afleiðing af „þrefi stjórnmálamanna“ um alla skapaða hluti. Mikilvægt sé að semja til lengri tíma en styttri.

Rafiðnaðarmenn una stefnu SA og LÍÚ illa og segja hana ganga þvert á hagsmuni sína. „SA/LÍÚ hafa sett til hliðar heildarhagsmuni þessa samfélags og eru vísvitandi að þvinga fram svæsin átök á vinnumarkaði, þar sem stéttarfélögin munu krefjast skammtímasamninga, á meðan LÍÚ ætlar að þvinga stjórnvöld til hlýðni við sig eða að skapa pólitíska upplausn og þvinga réttkjörna ríkisstjórn frá.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert