Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í vikunni, að Austurstræti verði skilgreint varanlega sem göngugata í sumar, að Lækjargata verði að hluta til sameiginlegt rými akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda og Pósthússtræti verði skilgreint sem gönguleið að Hörpunni.
Austurstræti verður samkvæmt þessu göngugata frá Lækjargötu að Pósthússtræti.
Umhverfis og samgönguráð lagði jafnframt til að gangandi yrði gert hærra undir höfði á Laugavegi, Skólavörðustíg og Bankastræti í samráði við verslunar- og þjónustuaðila og íbúa í nánasta nágrenni.