Breyttir tímar í Kópavogi

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Kópavogs fól í dag framkvæmdaráði og skólanefnd bæjarins að bjóða út skólaakstur. Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi bæjarstjóri, taldi stjórnsýsluna ekki eðlilega og lagði til breytingar. Svar formanns bæjarráðs var stutt og laggott: „Breyttir tímar!“

Framkvæmda- og tæknisvið bæjarins óskaði eftir því við bæjarráð að fá heimild til að bjóða út skólaakstur. Bæjarráð staðfesti það fyrir sitt leyti og fól framkvæmdaráði og skólanefnd úrvinnslu málsins.

Gunnar lagði þá fram eftirfarandi bókun:  „Ég hefði talið eðlilega röð að fagnefndir fjölluðu fyrst um málið og það færi þaðan til framkvæmdaráðs og til lokaafgreiðslu bæjarráðs. Það væri eðlileg stjórnsýsla.“

Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, lagði þá fram eftirfarandi bókun:
„Breyttir tímar!“

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert