Dæmdir í fangelsi fyrir árás á lögreglumenn

mbl.is/Ómar

Hæstiréttur hefur dæmt sex karlmenn í sex til níu mánaða fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum í Hraunbæ í Reykjavík í aðfararnótt 19. október 2008. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir mönnunum.

Þrír menn hlutu níu mánaða fangelsisdóm, einn hlaut sjö mánuði og tveir hlutu hálft ár. 

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að lögreglumennirnir hafi verið kvaddir á vettvang til að stöðva hávaðasamt samkvæmi sem mennirnir voru í. Höfðu mennirnir hlítt fyrirmælum um að fara úr samkvæminu og voru að minnsta kosti flestir komnir út úr íbúðinni. Ákærðu réðust þá margir saman á lögreglumennina, meðal annars með höggum.

Báðir lögreglumennirnir hlutu alvarlega áverka með varanlegum afleiðingum fyrir heilsu þeirra. Fram kemur að árásin hafi verið tilefnislaus og að mennirnir hafi beitt verulegu ofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert