Áfram er óvissa um framtíð stjórnlagaþings eftir ógildingu Hæstaréttar. Kemur málið til kasta Alþingis í dag þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun gefa skýrslu.
Landskjörstjórn kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem niðurstaða réttarins var rædd. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, var fámáll að fundi loknum en sagði að m.a. hefðu „hugmyndir“ verið ræddar um að stjórnarmenn segðu af sér en ekkert verið ákveðið.