Fréttaskýring: Líkur á að álverið rísi í Helguvík minnka á hverjum degi

Heimildir Morgunblaðsins herma að Norðurál haldi því fram að allt …
Heimildir Morgunblaðsins herma að Norðurál haldi því fram að allt að því fimm milljarðar hafi þegar farið í undirbúning álversins í Helguvík. mbl.is/Golli

Fullkomin óvissa er uppi um hvort álver við Helguvík verði nokkurn tímann að veruleika. Aðilar kunnugir málinu segja að helst vilji þeir sem hafa skuldbundið sig til að selja Norðuráli orku fyrir álverið losna undan samningunum, ef ekki fæst veruleg hækkun á umsömdu orkuverði.

Fyrir skömmu sló í brýnu milli þeirra sem hafa skuldbundið sig til að útvega orku til álversins og Norðuráls, dótturfélags bandaríska álrisans Century Aluminum. Heimildir Morgunblaðsins herma að bæði Orkuveita Reykjavíkur, sem hefur skuldbundið sig til að selja Norðuráli allt að því 175 megavött á ári hverju, og HS Orka telji núverandi orkusölusamninga fela í sér langt því frá fullnægjandi arðsemi á nauðsynlegum virkjanaframkvæmdum.

Gerðardómur mun í maí næstkomandi úrskurða hvort HS Orku beri að standa við orkusölusamning sem gerður var við Norðurál á árinu 2007 um orkuöflun fyrir álver í Helguvík. En gerður hefur verið orkusölusamningur upp á 200 megavött fyrirtækjanna á milli. Gerðardómurinn verður skipaður af þremur mönnum, einum tilnefndum af HS Orku, einum af Norðuráli og einum sem aðilar málsins tilnefna í sameiningu.

Breyttar forsendur

Þjóðnýtingarumræða skaðleg

Segir kostnað nú lægri

Hann segir að viðræður séu í gangi milli Norðuráls og HS Orku. Vill hann ekki tjá sig um hvort fyrirtækið muni krefjast skaðabóta úr höndum HS Orku, standi fyrirtækið ekki við gerða orkusölusamninga: „Við höfum átt mjög gott samstarf við HS Orku hingað til, á Grundartanga, og gerum ráð fyrir að það breytist ekki. Vegna þess bindum við vonir við að hægt verði að leysa úr ágreiningsefnum tengdum Helguvík. Menn eru að reyna að finna út úr þessu, hvernig verður haldið áfram með verkefnið og á hvaða forsendum. Ef það tekst ekki verður eitthvað annað sem gerist, en ég vil ekki ræða slíka hluti á þessari stundu,“ segir Ragnar.

Samkomulag frá árinu 2005

Fyrirhugað var að álver Norðuráls í Helguvík yrði það fyrsta í heiminum sem yrði eingöngu knúið jarðvarmaorku. Fyrsta skóflustungan að álverinu var tekin í júní 2008, rúmlega þremur mánuðum áður en hagkerfi Íslands hrundi með bönkunum.

thg@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert