Ráðning forstjóra ófagleg

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Árni Sæberg

Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, gagnrýnir það harðlega að forstjóri í opinberri stjórnsýslu gegni lykilhlutverki við ráðningu á eftirmanni sínum. Tillögu hans um að óháð ráðningarfyrirtæki sæi um ráðningu var hafnað á stjórnarfundi OR í vikunni.

Kjartan lagði fram bókun á fundinum, en í henni segir hann meðal annars að meirihluti stjórnar hafi kosið að „framlengja óvissu um yfirstjórn fyrirtækisins mánuðum saman.“

Nýverið var auglýst eftir umsækjendum um stöðu forstjóra, en Helgi Þór Ingason gegnir þeirri stöðu í dag. Ætlunin er að nýr forstjóri taki við í byrjun mars. Kjartan segir ráðningu Helga á sínum tíma hafa verið á pólitískum forsendum. Starfið hafi ekki verið auglýst og hæfnismat ekki farið fram.

„Í ljósi náinna tengsla við stjórnarformann er ljóst að núverandi forstjóri getur hvorki talist hlutlaus né óháður. Er því ekki við hæfi að hann komi að vali umsækjenda fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar,sem stjórn Orkuveitunnar er,“ segir í bókun Kjartans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert