Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á bloggvef sínum, að landskjörstjórn verði að fara frá eftir að Hæstiréttur ákvað að kosning til stjórnlagaþings væri ógild.
„Það á að kjósa aftur. En við getum ekki kosið aftur með sömu landskjörstjórnina að verki. Hún verður að fara frá. Þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd sem mistókst, framkvæma ekki aftur þegar sjálf stjórnarskráin er í húfi," segir Sigmundur Ernir.