Leita verður sérstakra lausna í samningaviðræðunum um aðild Íslands að ESB, til að mæta þörfum íslensks landbúnaðar. Þetta er sjónarmið fulltrúa Íslands sem luku í dag rýnifundi um landbúnað og dreifbýlisþróun í Brussel. Landbúnaðarmál standa utan EES-samningsins og þarf að semja um frá grunni.
Fundurinn var sá síðari af tveimur, en fyrir íslenska hópnum fór Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahóps Íslands. Á fundunum tveimur var regluverk Íslands borið saman við regluverk Evrópusambandsins. Áhersla var lögð á sérstöðu íslensks landbúnaðar og mikilvægi hans vegna fæðuöryggis, sjálfbærni og dreifbýlisþróunar. Nauðsynlegt verði að mæta þörfum íslensks landbúnaðar með sérstökum lausnum í aðildarviðræðum við ESB.
Helstu þættirnir sem fulltrúar Íslands lögðu áherslu á á fundunum voru eftirfarandi: