Sérstakar lausnir nauðsynlegar

Frá Brussel
Frá Brussel Reuters

Leita verður sér­stakra lausna í samn­ingaviðræðunum um aðild Íslands að ESB, til að mæta þörf­um ís­lensks land­búnaðar. Þetta er sjón­ar­mið full­trúa Íslands sem luku í dag rýnifundi um land­búnað og dreif­býl­isþróun í Brus­sel. Land­búnaðar­mál standa utan EES-samn­ings­ins og þarf að semja um frá grunni.

Fund­ur­inn var sá síðari af tveim­ur, en fyr­ir ís­lenska hópn­um fór Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður samn­inga­hóps Íslands. Á fund­un­um tveim­ur var reglu­verk Íslands borið sam­an við reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins. Áhersla var lögð á sér­stöðu ís­lensks land­búnaðar og mik­il­vægi hans vegna fæðuör­ygg­is, sjálf­bærni og dreif­býl­isþró­un­ar. Nauðsyn­legt verði að mæta þörf­um ís­lensks land­búnaðar með sér­stök­um lausn­um í aðild­ar­viðræðum við ESB.

Helstu þætt­irn­ir sem full­trú­ar Íslands lögðu áherslu á á fund­un­um voru eft­ir­far­andi:

  • Norðlæg lega og nátt­úru­leg sérstaða, m.a. harðbýli og mikið dreif­býli
  • Ein­föld stjórn­sýsla og sveigj­an­leiki við inn­leiðingu
  • Stuðnings­fyr­ir­komu­lag, sér­stak­lega bein­greiðslna, vegna sér­stöðu Íslands og   skertr­ar sam­keppn­is­stöðu
  • Viðbót­ar­heim­ild­ir til að styrkja ís­lensk­an land­búnað úr rík­is­sjóði
  • Mik­il­vægi þeirr­ar vernd­ar sem ís­lensk­ur land­búnaður nýt­ur í formi toll­vernd­ar.
  • Starfs­um­hverfi kúa­bænda og afurðastöðva í mjólk­uriðnaði
  • Vernd inn­lendra búfjár­stofna og heil­brigði þeirra
  • Búfjár­merk­ing­ar og mik­il­vægi þess að þær taki til­lit til ís­lenskra aðstæðna
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert