Útsend kjörbréf teljast ógild

Frá fundi landskjörstjórnar og kjörinna fulltrúa í Þjóðmenningarhúsinu í desember.
Frá fundi landskjörstjórnar og kjörinna fulltrúa í Þjóðmenningarhúsinu í desember. Eggert Jóhannesson

Lands­kjör­stjórn hef­ur póst­lagt bréf til kjör­inna full­trúa á stjórn­lagaþingi. Í bréf­inu er það skýrt, með vís­an í ákvörðun Hæsta­rétt­ar fyrr í vik­unni um að kosn­ing­in hafi verið ógild, að kjör­bréf þeirra telj­ist það þar með líka.

Haft er eft­ir Ástráði Har­alds­syni, for­manni lands­kjör­stjórn­ar, í Morg­un­blaðinu í dag að störf­um aðkomu nefnd­ar­inn­ar að kosn­ing­un­um sé nú lokið. „Lands­kjör­stjórn er þannig apparat að hún ann­ast bara fram­kvæmd kosn­ing­anna eft­ir því sem lög mæla fyr­ir um - það er allt og sumt,“ sagði Ástráður.

Lands­kjör­stjórn fundaði í gær­kvöldi um þá stöðu sem nú er kom­in upp, og þar á meðal um ógild­ingu kjör­bréf­anna sem hinum kjörnu full­trú­um höfðu verið send. Lög um stjórn­lagaþing gera ráð fyr­ir því að lands­kjör­stjórn gefi þau út.

Þór­hall­ur Vil­hjálms­son, rit­ari lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir að kjör­bréf­in verði ekki aft­ur­kölluð, í ákvörðun Hæsta­rétt­ar fel­ist ógild­ing þeirra. „Menn töldu eðli­legt að senda þjóðkjörn­um full­trú­um [bréf] þess efn­is, þar sem vísað er í niður­stöðu dóms­ins. Eðli máls­ins sam­kvæmt séu því kjör­bréf­in, sem voru gef­in út, ógild. Þetta er ákvörðun lands­kjör­stjórn­ar sem lá fyr­ir í gær,“ seg­ir Þór­hall­ur.

Bréf­in voru póst­lögð nú í dag, og því má ætla að þau ber­ist full­trú­un­um á næstu dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert