Fær aðgang að gögnum Havilland

Sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Sérstakur saksóknari fær aðgang að gögnum sem lagt var hald á við húsleit embættisins í Banque Havilland í Lúxemborg. Havilland var reistur á grunni Kaupþings í Lúxemborg, og býr því yfir gögnum sem varða viðskipti síðarnefnda bankans.

Hæstiréttur Lúxemborgar skar úr um þetta í dag, líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2.  Afhending gagnanna hafði áður verið kærð af fjölda aðila sem eru í viðskiptum við Banque Havilland.

Afhending gagnanna gerir embætti sérstaks saksóknara kleift að halda rannsókn sinni á Kaupþingi í Lúxemborg áfram. Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Banque Havilland var settur í gæsluvarðhald í maí á síðasta ári vegna rannsóknar embættisins. Hann var í framhaldinu leystur undan störfum hjá bankanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert