Framlög skert um milljarð

mbl.is/Kristján

„Við höfum gagnrýnt að svo mikið fé skuli sótt í hagræðingu á grunnþjónustu. Núverandi meirihluti í borginni er búinn að hækka allar gjaldskrár og alla skatta og nú á að skera mikið niður í þjónustunni.

Niðurskurðarkrafan á grunnskólana og tónlistarskólana á næsta skólaári nemur einum milljarði króna,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um fyrirhugaðan niðurskurð í menntamálum í borginni.

„Það er verið að fela tölurnar en hagræðing í skólum byrjar eðli máls samkvæmt á haustin í skólakerfinu. Á þessu ári lítur þetta ekki út fyrir að vera mikið en þegar horft er til næsta skólaárs kemur í ljós að upphæðin nemur samtals milljarði, þar af 300 milljónir í tónlistarskóla.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert