Frammistaðan til fyrirmyndar

Eyjafjallajökull.
Eyjafjallajökull. mbl.is/RAX

„Frammistaða björgunarfólks var algerlega til fyrirmyndar og öllum þeim sem komu að aðgerðinni til mikils sóma,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, um erfiða björgunaðgerð á Eyjafjallajökli í gærkvöldi og í nótt.

Hann vill fyrir hönd lögreglunnar á Hvolsvelli og svæðisstjórnar björgunarsveitanna á svæði 16 koma kærum þökkum til allra sem komu að björguninni.

„Þarna voru hátt í 200 manns frá suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu við björgunaraðgerðir við mjög erfiðar aðstæður,“ segir Sveinn Kristján ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert