Íslenskur sigur á Bridshátíð

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, setti Bridshátíð í gær.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, setti Bridshátíð í gær. Ljósmynd/Jón Bjarni Jónsson

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson fóru með sigur af hólmi í tvímenningskeppni Bridshátíðar, sem nú stendur yfir.  Þeir Jón og Þorlákur höfðu forustu í keppninni lengst af og stóðu af sér áhlaup nokkurra norskra para undir lokin.

Jón og Þorlákur enduðu með 58,7% skor en Norðmennirnir Tor Helness og Rune Hauge fengu 58,1%. Landar þeirra,  Thor Erik Hoftaniska og Thomas Charlsen fengu 58,1% og Norðmennirnir  Arve Farstad og Lars Eide  56,7%. Norðmennirnir  Erik Sælensminde og Per Erik Austberg urðu í 5. sæti með 55,6%.

Sveitakeppni bridshátíðar hefst klukkan 11 í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með mótinu á vef Bridgesambands Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert