Á fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur á þriðjudag sl. var samþykkt einróma tillaga um að gangandi vegfarendum yrði gefinn rýmri tími en áður til að komast yfir umferðargötur á grænu ljósi.
Úttekt sérfræðinga á gönguljósum í borginni var kynnt á fundinum að ósk ráðsins. Þar kom m.a. fram að gangandi vegfarandi á gönguhraðanum 4,3 km/klst kemst aðeins 60% leiðar sinnar yfir götu áður en rauði karlinn birtist. Gangandi vegfarendur hafa þó meiri tíma til að komast yfir því rautt ljós er einnig á bifreiðar.