Orkuveitan verður ekki einkavædd

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík.
Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, seg­ir að ekki standi til að einka­væða Orku­veitu Reykja­vík­ur. Hann seg­ir að um­mæli stjórn­ar­for­manns Orku­veit­unn­ar um rekstr­ar­form fyr­ir­tæk­is­ins séu hans skoðanir og það sé fagnaðarefni að menn velti upp hug­mynd­um. Umræðan sé alltaf til góðs.

Har­ald­ur Flosi Tryggva­son sagði í viðtali við viðskipta­blað Morg­un­blaðsins að sem rekstr­armaður sæi hann ekki hvaða yf­ir­burði op­in­ber orku­fyr­ir­tæki hefðu yfir sam­bæri­leg fyr­ir­tæki í einka­rekstri.  Jón Gn­arr sagðist líta svo á að Har­ald­ur Flosi hefði verið að benda á op­in­ber eign­ar­hald væri ekki full­komið og án galla. „Mér finnst bara mjög flott hjá hon­um að vekja mál á þessu því að þetta er eitt­hvað sem við þurf­um að ræða og skoða.

Mín skoðun er sú að all­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar eigi að vera í þjóðar­eign og að það eigi að vera bundið í stjórn­ar­skrá. Hvað varðar nýt­ingu á þeim, þá er það annað mál. Við þurf­um líka að ræða um hvernig þjóðin á að yf­ir­taka auðlind­ir sem núna eru í einka­eign, eins og við höf­um verið að ræða um í sam­bandi við fisk­inn í sjón­um. Vanda­málið er að það hef­ur ekki verið nægi­lega vel skil­greint, t.d. um lengd leigu­tíma á nýt­ingu auðlinda og aðra skil­mála.“

Jón sagði slæmt ef menn megi ekki ræða þessa hluti mál­efna­lega án þess að menn bregðist við með upp­hróp­un­um. „Við þurf­um að passa okk­ur í allri umræðu um þessi mál að vera laus við kredd­ur. Hlut­irn­ir eru yf­ir­leitt ekki annað hvort svart­ir eða hvít­ir. Fólk á að geta komið fram og tjáð ein­hverja skoðun án þess menn bregðist við með al­hæf­ing­um. Umræðan fer oft í þetta far. Ég er t.d. á móti ösp­um í miðbæn­um, en því er stund­um lýst á þann hátt að ég sé hat­ursmaður þess­ar­ar trjá­teg­und­ar, sem er alls ekki rétt.“

Jón Gn­arr sagði að meiri­hlut­inn hefði ekki rætt um að breyta um stefnu í mál­efn­um Orku­veit­unn­ar. Har­ald­ur Flosi hefði verið að lýsa sinni per­sónu­legu skoðun í viðtal­inu. „Ég vil taka fram svo það sé al­veg á hreinu að það stend­ur ekki til að einka­væða Orka­veit­unn­ar. Það hef­ur ekki komið til skoðunar og stend­ur ekki til.“

Jón sagði að Orku­veit­an væri und­ir miklu álagi og það væri verið að leita allra leiða til að end­ur­fjármagna fyr­ir­tækið. Menn væru að vinna að því að koma fyr­ir­tæk­inu í var. Eitt af því sem hefði verið kynnt væri hvort hægt væri að selja eign­ir sem Orku­veit­an á, en það væri ekki auðvelt við það eiga núna.

Jón var spurður hvort hon­um þætti koma til greina að Orku­veit­an gerði samn­ing við einka­fyr­ir­tæki um nýt­ingu á t.d. bor­holu eða  svæði sem fyr­ir­tækið réði yfir. „Ég úti­loka það ekki, en tek fram að ég hef ekki náð að skoða það vel. Það er hins veg­ar grund­vall­ar­atriði að for­send­urn­ar séu á hreinu. Auðlind­irn­ar eiga að vera í al­manna­eign en síðan sé nýt­ing­in á þeim eft­ir ein­hverri forskrift. Sú forskrift er hins veg­ar ekki til í dag.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert