Pólitísk ábyrgð hjá forystumönnum ríkisstjórnarinnar

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Ég hef fyrir það fyrsta ákveðinn skilning á ákvörðun þess fólks sem sat í landskjörstjórn. Á hinn bóginn finnst mér aðalatriðið í málinu vera það að höfuðábyrgð á því, og þar á meðal á þeim ógöngum sem málið er í, liggur ekki hjá þeim sem þurftu embættis síns vegna að framfylgja lögunum um stjórnlagaþing heldur þeim sem báru ábyrgð á lögunum,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Birgir segir ábyrgðina liggja fyrst og fremst hjá pólitískri forystu ríkisstjórnarflokkanna og þá helst Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Um hafi verið að ræða frumvarp forsætisráðherra og eitt af því málum sem hún hefði lagt hvað mesta áherslu á síðan hún tók við völdum. „Pólitísk ábyrgð á málinu liggur, að mínu mati, hjá henni og hjá forystumönnum ríkisstjórnarinnar alveg frá a-ö.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert