Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun fjalla um árangur ríkisstjórnarinnar og verkefnin framundan á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á morgun.
Fundurinn hefst á morgun kl. 13 með ræðu formanns flokksins Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Þann 1. febrúar nk. eru tvö ár frá því að Jóhanna tók við embætti forsætisráðherra og á fundinum verður farið yfir árangurinn og fjallað um brýnustu verkefnin framundan. Fulltrúar úr flokknum munu greina stöðuna ásamt formanninum að því loknu verða almennar umræður.