Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á fundi í flokkstjórn Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á fundi í flokkstjórn Samfylkingarinnar. Eggert Jóhannesson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun fjalla um árangur ríkisstjórnarinnar og verkefnin framundan á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á morgun.

Fundurinn hefst á morgun kl. 13 með ræðu formanns flokksins Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Þann 1. febrúar nk. eru tvö ár frá því að Jóhanna tók við embætti forsætisráðherra og á fundinum verður farið yfir árangurinn og fjallað um brýnustu verkefnin framundan. Fulltrúar úr flokknum munu greina stöðuna ásamt formanninum að því loknu verða almennar umræður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka