Vill hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar strax

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist reiðubúinn að hefja strax vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á Alþingi. Hann segir enga þörf fyrir ráðgefandi þing eins og fyrirhuguðu stjórnlagaþingi var ætlað að vera. Fjölmörg gögn liggi fyrir meðal annars frá Þjóðfundi og stjórnarskrárnefnd sem nýta megi til þeirrar vinnu.

„Ég lýsi mig bara reiðubúinn til þess að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er hægt að setja þá vinnu strax í gang á Alþingi. Þau mál sem forsætisráðherra hefur nefnt sérstaklega til sögunnar að verði erfitt að ná saman um, um þau þarf ekki að ríkja þessi mikli ágreiningur sem hún heldur fram. Ég fullyrði það. Þannig að við skulum bara byrja strax á því að endurskoða stjórnarskrána. Það eina sem þarf er viljinn til þess að hefjast handa,“ segir Bjarni.

Bjarni segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi kosið að reyna að réttlæta stjórnlagaþingið með því hefja ágreining við Sjálfstæðisflokkinn um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert