70,3 milljarðar í atvinnuleysisbætur frá 2009

Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi. Atvinnuleysi er enn mikið.
Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi. Atvinnuleysi er enn mikið. mbl.is/ÞÖK

Hægt hefði verið að grafa Héðins­fjarðargöng sex sinn­um – kostnaður­inn var áætlaður 12 millj­arðar – fyr­ir þá upp­hæð sem Vinnu­mála­stofn­un áætl­ar að fari í at­vinnu­leys­is­bæt­ur á ár­un­um þrem­ur eft­ir hrun, gangi spá um at­vinnu­leysi út þetta ár eft­ir.

Stofn­un­in áætl­ar að greidd­ir verði út 21,3 millj­arðar króna í at­vinnu­leys­is­bæt­ur í ár, sam­an­borið við 23,6 millj­arða 2010 og 25,4 millj­arða 2009. Er hér gengið út frá því að at­vinnu­leysi verði um 8% á þessu ári en sam­an­lagt gera þetta 70.300 millj­ón­ir króna í bæt­ur á ár­un­um þrem­ur. Það er gríðarlegt fé.

Þá er upp­hæðin 70-falt hærri en fyr­ir­hugaður niður­skurður Reykja­vík­ur­borg­ar, stærsta sveit­ar­fé­lags lands­ins, í mennta­mál­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert