Hreindýraveiðileyfi hafa hækkað í verði samkvæmt nýrri gjaldskrá sem Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið. Veiðileyfi á tarf á svæðum 1 og 2 kostar 140.000 kr. og tarfaleyfi á svæðum 3-9 kostar nú 100.000 kr. Leyfi fyrir kú á svæði 1 og 2 er nú 80.000 kr. en 55.000 kr. á svæðum 3-9.
Þetta er nokkur hækkun frá gjaldskránni í fyrra en þá kostaði leyfi fyrir tarfi á svæðum 1 og 2 125.000 kr. og 90.000 kr. á svæðum 3-9. Kýr á svæðum 1 og 2 kostuðu í fyrra 70.000 kr. og 50.000 kr. á öðrum svæðum.
Veiðikvóti hreindýra á næsta tímabili hefur ekki verið auglýstur.