Eru að leika sér að eldinum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi í dag. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að þeir stjórn­ar­liðar sem líta á sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­flokk­anna sem plagg sem ekki þyrfti að taka mark á væru að leika sér að eld­in­um.

Jó­hanna sagði að oft hefði verið tek­ist á um leiðir í stjórn­ar­sam­starf­inu. „Því er hins veg­ar ekki að leyna að sá óró­leiki sem verið hef­ur í sam­starfi við hluta þing­flokks Vinstri grænna hef­ur skaðað stjórn­ar­sam­starfið og dregið úr trú­verðug­leika rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Vegna órofa sam­stöðu inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og traust sam­starf við formann og stærsta hluta VG hef­ur þetta hins veg­ar ekki stöðvað fram­gang mik­il­vægra mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

En það er hættu­leg­ur leik­ur að spila póli­tísk­an ein­leik á kostnað sam­starfs­fé­lag sinna í trausti þess að samstaða annarra og stuðning­ur við óvin­sæl­ar en óhjá­kvæmi­leg­ar ákv­arðanir tryggi að upp úr stjórn­ar­sam­starf­inu slitni ekki.

Hættu­leg­ur leik­ur sem gæti endað öðru­vísi en menn ætla. Þeir stjórn­ar­liðar sem líta á sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­flokk­anna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eld­in­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert