Í yfirlýsingu sem landskjörstjórn sendi frá sér í gær, þar sem hún segir af sér, segist hún hafa „gert sitt ýtrasta til þess að kosningar til stjórnlagaþings gætu farið löglega fram innan þess lagaramma sem settur hafi verið“.
Í umfjöllun um afsögn landskjörstjórnar í Morgunblaðinu í dag segir, að yfirlýsing hennar verði ekki skilin öðruvísi en sem gagnrýni á lagasetningu Alþingis um kosningar til stjórnlagaþings.
Undir það taka bæði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Líndal, lagaprófessor.