„Kjörskrá verður lögð fram 1. febrúar en 149 eru á kjörskrá. Þeir geta tilnefnt kandídat til kjörs og verður kosningin og heimild til að skila tilnefningum auglýst eftir helgi,“ segir Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri á Biskupsstofu, um kjör vígslubiskups í Skálholtsbiskupsumdæmi.
Kjörskrá mun liggja frammi til 21. febrúar. Ráðgert er að kosning hefjist í byrjun apríl og gæti verið lokið um páska. Ef fara þarf aðra umferð þá yrði henni lokið u.þ.b. mánuði seinna, að sögn Ragnhildar.