Kona, sem lést í útlöndum fyrir tíu árum hefur fengið um fjórtán milljónir króna í lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun en andlátið var ekki tilkynnt stjórnvöldum hér á landi. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að stofnunin hefur kært málið til lögreglu.
Í ljós kom hvers kyns var þegar bréf til konunnar frá Tryggingastofnun var
endursent í nóvember og í kjölfarið var málið rannsakað. Sigríður
Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði við Sjónvarpið að lífi
viðkomandi hafi verið viðhaldið með því að það var talið fram til skatts
í öll árin. Þaðan hafi Tryggingastofnun upplýsingar um tekjur, ári
eftir að greiðslur fóru fram og endurreiknun á lífeyrisþegum á sér stað.
Í raun hafi engar grunsemdir verið um að viðkomandi væri látin.