Ögurstund í sjávarútvegsmálum

Samfylkingarmenn fylgdust með ræðu Jóhönnu í dag.
Samfylkingarmenn fylgdust með ræðu Jóhönnu í dag. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir komið að ögurstundu sem snúist um hvort jafnaðarmönnum á Íslandi auðnist að halda undirtökunum og brjóta á bak aftur að „fámenn valdaklíka íhaldsafla og sægreifa á Íslandi eigi áfram Ísland“. 

Jóhanna sagði að þegar hjól atvinnulífsins væru að fara að snúast á nýjan leik, öllum til hagsbóta, „er algerlega óásættanlegt að smáir en voldugir sérhagsmunagæsluhópar stefni efnahagslífinu í hættu. Hvað er okkur að birtast þessa dagana annað en það? Grímulaus valdaklíka LÍU skirrist ekki við að þvinga Samtök atvinnulífsins til að taka alla kjarasamninga í landinu í gíslingu til að tryggja áframhaldandi forræði þeirra á auðlindinni í sjónum. Landsamband íslenskra útvegsmanna, sem eru um 8% fyrirtækja innan SA reyna með mjög óskammfeilnum þvingunaraðgerðum að koma í veg fyrir að 92% eða um 55 þúsund mans hjá fyrirtækjum innan SA fái nýjan kjarasamning og frið á vinnumarkaði. Þetta háttarlag verður einfaldlega ekki liðið og SA verður að snúa aftur að samningaborðinu, án hótana eða skilyrða um mál sem ekkert erindi eiga í kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins. Allir hagsmunaaðilar verða að sýna ábyrgð á þeim viðkæmu tímum sem við nú lifum.“

Ræða forsætisráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert