Ræktunarbúnaður gaf sig

Enn finnst kannabis
Enn finnst kannabis Kristinn Ingvarsson

Upp komst um kanna­bis­rækt­un í fjöl­býl­is­húsi í Hafnar­f­irði í morg­un í kjöl­far vatnsleka sem varð í hús­inu. Slökkvilið var kallað til vegna mik­ils leka, en í fyrstu virt­ist sem ein­hver hefði dregið fram brunaslöngu og skrúfað frá. Nú er talið að vökv­a­kerfi sem notað var við rækt­un­ina hafi gefið sig.

Að sögn slökkviliðs urðu tölu­verðar skemmd­ir vegna lek­ans, og talið að vatn hafi lekið inn í sjö íbúðir á stiga­gang­in­um.

Tölu­verðar ráðstaf­an­ir þarf að gera til þess að rækta kanna­bis, og koma þarf upp vökva-, hit­un­ar- og ljósa­búnaði, og því margt sem get­ur brugðist. Að sögn lög­regl­unn­ar er al­gengt að upp kom­ist um rækt­un með þess­um hætti. Hús­ráðend­ur voru ekki heima, og því eng­inn til að fylgj­ast með því að rækt­un­in gengi snurðulaust fyr­ir sig.

Einn hef­ur verið kærður vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert