Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mætti á fund viðskiptanefndar í gær til að ræða söluferli Sjóvár.
Fram kom á fundinum að SF1, sjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, hefði ekki undirritað kaupsamning vegna kaupa á 52,4% hlut í Sjóvá, heldur væri aðeins um viljayfirlýsingu að ræða. Þetta stangast á við fréttatilkynningu frá 19. janúar. Seðlabankastjóri sagðist að mestu bundinn trúnaði um söluferli Sjóvár.
Í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að viðskiptanefndarmenn séu ekki á eitt sáttir um gagnsemi fundarins. Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, segir hann hafa verið súrrealískan.